Þessi mynd var sýnd á Stuttmyndadögum 2007 ásamt fjölda annarra.  Það var mikið puð að koma henni á hátíðina (fyrsta spólan virkaði ekki) en Steinar í toppfilm reddaði málinu fyrir mig með því að henda henni á disk í alls konar formöttum sem þeir fyrir sunnan gátu svo bara valið úr.  Því miður komst enginn til að horfa á myndina (sauðburður hjá mér) en ég fékk loksins staðfest löngu síðar að hún hefði verið sýnd, hjá aðila sem fannst hún ömurleg.

Fyrir ekki löngu setti ég svo saman mistaka-vídeó, sem fær að flakka með.

Mistök með meiru:

Sérstakar þakkir til Helga Þórs fyrir að leyfa mér að nota tónlist Helga og hljóðfæraleikaranna.

Það er víst ekki hægt annað en að plögga þessa mynd aðeins meir.  Brokeback Mountain in Iceland eða Göngur í Garðsárdal er mynd sem hefur verið ágætlega sótt á youtube og ótrúlega margir þekkja til hennar hérlendis. Erlendis hefur hún birst á fleiri síðum en youtube undir öðrum notendanöfnum en mínu en ég er nú ekkert að erfa það… ekki eins og ég hafi ekki hnuplað hugmyndum og tónlist í hana sjálfur.  Pálmi og Freysi fara hér á kostum, myndin var upphaflega sýnd á Kabarett í Freyvangi haustið 2007 og var það sjálfur Helgi Þórs sem átti þá hugmynd að íslenska útgáfan af Brokeback Mountain héti Göngur í Garðsárdal.

Sigurdrífa

31.3.2009

Kvikmyndafélagið Sigurdrífa er komið á vefinn.  Það hét áður Kvikyndi en þar sem það nafn hafði þegar verið notað fyrir alls konar kvikmyndatengda hluti mátti betur ef duga skyldi svo að nafnið Sigurdrífa varð fyrir valinu. Félagið er nefnt eftir kind, sem var á sínum tíma nefnd eftir valkyrju.

Þessi síða kemur því í stað http://www.myspace.com/kvikyndi – En taka má fram að enn fleiri myndir er að finna á http://www.youtube.com/user/StrikingNews