Eftir um tvær vikur á youtube virðist Hjónabandsmiðillinn hafa skyndilega tekið stökk upp á við í myndgæðum. Sést það einnig á því að myndin er nú mun lengur að hlaða sin inn við áhorf en áður. Ekki vissi ég að youtube væri svona lengi að koma gæðunum til skila en þetta hefur þann ókost að nú eru atriðin sem ég lýsti upp sérstaklega fyrir youtube orðin yfirfull af „noise“ eða „yfirbragðstruflunum.“ Veit satt að segja ekki hvað þetta heitir á íslensku. Þau líta að minnsta kosti talsvert verr út núna eftir að youtube leiðrétti loksins birtuna tveim vikum eftir innsendingu. Já það er vandlifað í þessum tækniheimi.  Til að horfa á myndbandið í mestu (stundum verstu) gæðunum er best að smella á vídeóið hér fyrir neðan (ekki play, heldur gluggann sjálfan) og velja svo HQ á youtube.

Eftir langa mæðu er þessi mynd loksins komin á netið.  Ég lenti í stökustu vandræðum með að koma henni á youtube í áhorfanlegum gæðum og þótt ég sé ekki sérstaklega ánægður ennþá verður þetta að duga í bili. Þá þurfti ég að lýsa upp nokkrar senur sem youtube gerði algjörlega svartar, sem er fulllangt gengið þótt þær hafi vissulega átt að vera frekar dimmar.

Ég þakka Immu, Pálma, Rósu Maríu og Sindra fyrir að gera þessa mynd að veruleika.