dsc04025

Sælt verið fólkið, ég heiti Sverrir Friðriksson og bý í Eyjafjarðarsveit, besta stað í heimi nema kannski akkúrat þegar þetta er skrifað og það er allt of mikill snjór miðað við árstíma.  Ég hef mjög gaman af kvikmyndum og kvikmyndagerð og fátt skemmti ég mér eins mikið við eins og að búa til stuttmyndir með góðum vinum.  Ég hef einnig verið fenginn í minni verkefni hér og þar, og það er alveg hægt að hafa samband við mig á sverrirfridriksson@gmail.com ef ætlunin er að taka eitthvað upp, hver veit nema ég sé rétti maðurinn.

Vélarnar sem ég nota eru Sony PD-150 og Sony VX-1000e, þó var einungis notuð lítil heimilisvél á Brokeback Mountain vídeóið eins og kannski sést.

Hér er dæmi um myndbrot sem ég tók upp og klippti fyrir Þorrablótsnefnd Eyjafjarðarsveitar vorið 2008. Gæðin eru ekki mikil á youtube en ég hef yfirleitt sett myndir þangað í litlum gæðum til að auka sóknarhraðann.

Hér er svo annað vídeó sem ég gerði þegar ég var í stjórn Freyvangsleikhússins, til kynningar á Þið munið hann Jörund:

dsc04026

Eitt svar to “Um Sigurdrífu – viltu hafa samband?”

  1. Nonni said

    kúl síða bró 🙂

Færðu inn athugasemd